Sport

Suðurnesjatröllið hefst í dag

Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands verður háð nú um helgina, en hún ber heitið Suðurnesjatröllið 2005. Þar verða samankomnir margir af hrikalegustu aflraunamönnum landsins, með þá Auðun "Verndara" Jónsson og Kristin "Boris" Haraldsson í fararbroddi. Fyrsta greinin á mótinu verður í Firðinum í Hafnarfirði klukkan 16 í dag, en þar munu menn keppa í dekkjaveltu og bændagöngu. Á laugardaginn verður haldið suður í Garð, þar sem þrjár greinar verða á dagskrá frá klukkan 13.30. Keppninni lýkur svo við sundlaugina í Grindavík á sunnudaginn, þar sem átökin hefjast klukkan 16.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×