Sport

Björgvin annar

Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, lenti í öðru sæti á stigamóti í stórsvigi í Ástralíu í dag. Hann var 14/100 á eftir sigurvegaranum. Björgvin fær 15,57 FIS stig fyrir vikið sem er hans besti árangur. Áður hafði hann best náð 26,76 punktum í stórsvigi.   Mótið er hluti af Ástralíu-Nýja Sjálandsbikarnum. Björgvin keppir aftur í stórsvigi í nótt og svo spreytir allt íslenska landsliðið sig aðfaranótt föstudags í svigi en það er við æfingar neðra um þessar mundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×