Sport

Schumacher ekki á leið frá Ferrari

Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist ekki vera á leið frá Ferrari yfir í McLaren Mercedes eins og fram kom í fréttum í gærkvöld, en hann átti nýverið fund með forráðamönnum liðsins. "Allir vita hvað ég á gott samstarf með Ferrari og það kemur ekki til greina að fara frá liðinu," sagði Þjóðverjinn ákveðinn. Talsmaður Mercedes viðurkenndi að hafa átt fund með Schumacher, en sagði að þar hefðu þeir verið að ræða framtíð formúlu eitt, en ekki framtíð ökumannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×