Sport

Schumacher ver ekki titilinn

McLaren ökumaðurinn finnski, Kimi Raikkonen bar sigur úr bítum í Formúlu 1 kappakstrinum í Tyrklandi í dag og er þetta fimmti sigur hans á tímabilinu. Hann kom fyrstur í mark á undan stigahæsta ökumanninum, Fernando Alonso hjá Renault sem nú með 24 stiga forskot á Raikkonen þegar 5 kappakstrar eru eftir. Mistök hjá félaga Raikkonen í McLaren, Juan Pablo Montoya á lokasprettinum urðu til þess að Alonso sem var fram að því þriðji, náði að taka fram úr Montoya og tryggja sér 2. sætið. Eftir úrslit dagsins er ljóst að sjöfaldur heimsmeistarinn, Michael Schumacher tekst ekki að verja heimsmeistaratitilinn í ár. Hann er þriðji í stigakeppninni, 40 stigum á eftir Alonso en Þjóðverjinn hætti keppni eftir 16 hringi í dag eftir smávægilegan árekstur við Mark Webber hjá Williams-BMW. Keppt var í fyrsta sinn í Tyrklandi í Formúlu 1 í dag á nýrri braut sem þar hefur verið opnuð og voru 90.000 áhorfendur sem mættu á staðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×