Sport

Höiom sigraði annað árið í röð

Svíinn Måns Höiom sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu annað árið í röð en hann hljóp kílómetrana 42 á tveimur klukkustundum, 29 mínútum og 10 sekúndum. Bryndís Ernstdóttir sigraði hins vegar í kvennaflokki á tímanum 2 klukkustundum, 55 mínútum og 39 sekúndum. Systkini sigurvegaranna í heilu maraþoni sigruðu svo um hálfmaraþoninu. Runar Höiom kom fyrstur í mark eftir hálfmaraþon á 1:13:32 og Martha Ernstsdóttir vann hálfmaraþonhlaup kvenna á 1:20:12 mínútum. Metþáttaka var í Reykjavíkurmaraþoninu sem nú var þreytt í 22. sinn. Yfir sjö þúsund voru með, þar af 323 í heilu maraþoni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×