Sport

Evrópukeppnin í handbolta

Valsmenn mæta Ljubuski frá Bosníu eða Sjundea frá Finnlandi í 2. umferð í Evrópukeppni - félagsliða í handknattleik nái þeir að sigra Tbilisi frá Georgíu í fyrstu umferð keppninnar, en báðir leikirnir fara fram hér á landi 10 og 11 september. Íslandsmeistarar Hauka í kvennaflokki fara til Rúmeníu eða Sviss vinni þær Salerno frá Ítalíu í fyrstu umferðinni. Nái karalið Hauka ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem þeir mæta Berchem frá Lúxemborg í fyrstu umferðinni þurfa þeir að mæta Basharage sem einnig kemur frá Lúxemborg í 2. umferð í Evrópukeppni - félagsliða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×