Erlent

Írak: Hundruð milljóna horfin

Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á málinu en ekki hefur tekist að gera grein fyrir um sjö milljónum dollara, tæplega 450 milljónum króna, sem nota átti til byggingar lögreglustöðvar og bókasafns í suðurhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks. Skýrsla um málið er væntanleg á laugardag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×