Sport

Beretta tekinn við Parma

Mario Beretta hefur verið ráðinn nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Beretta var rekinn frá Chievo seint á síðasta tímabili eftir að liðið var komið niður í fallsvæðið. Það stoppaði þó ekki Parma. Parma var einnig mjög nálægt falli síðasta tímabil en bjargaði sér með því að leggja Bologna í umspili. Carmignani sem stýrði Parma seinni hluta síðasta tímabils mun nú snúa sér að þjálfun hjá unglingaliði félagsins. Beretta er 45 ára og á vandasamt verk fyrir höndum enda er Parma í mjög slæmum málum fjárhagslega. Liðið hefur verið í efstu deild á Ítalíu síðustu fimmtán tímabil og þar ætlar það að vera áfram um ókomin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×