Erlent

Dvelja áfram við Tavistock torg

Búið er að finna alla þá Íslendinga sem voru í London í gær.  Bæði þá tvö þúsund sem hér búa og einnig þá Íslendinga sem voru á ferðalagi. Íslensk fjölskylda sem gisti á hóteli við Tavistock torg og horfði á sprenginguna í strætisvagningum.Fjölskyldufaðirinn, Helgi Hilmarsson, náði myndum af afleiðingunum út um hótelgluggann og hann lýsir ástandinu eftir sprenginguna og segist hafa heyrt mikinn hvell og sprengingu og síðan óp og köll og þegar hann heyrði þetta fyrst þá gerði hann sér grein fyrir að ekki var um bílslys að ræða. Staðfest er að þrettán létust í þessari sprengingu. Dætur Helga segjast hafa verið hræddar en öll fjölskyldan er þó samstíga í því að halda sínu striki og ætla að dvelja fríið á enda þrátt fyrir að hótelið sé afgirt og erfitt að komast inn og út. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×