Erlent

Beita skal öllum ráðum

Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, voru sammála um að berjast yrði gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum þegar þeir fordæmdu árásirnar í samtölum við fjölmiðla í gær. Þeir vottuðu bresku þjóðinni samúð sína. "Ég fann fyrir miklum hryllingi þegar ég heyrði af hryðjuverkaárásunum sem lituðu bresku höfuðborgina blóði í morgun. Ég vil að Lundúnabúum og allri bresku þjóðinni sé ljós sú samstaða, samúð og vinarþel sem Frakkland og franska þjóðin ber til ykkar á þessum erfiðu tímum," sagði Chirac.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×