Erlent

Sendiherrann verður aflífaður

Sendiherra Egyptalands í Írak verður tekinn af lífi, samkvæmt tilkynningu sem sögð er vera frá Al-Qaida samtökunum og birtist á íslamskri vefsíðu síðdegis. Sendiherranum var rænt í Bagdad síðastliðinn laugardag. Egyptar buðust til þess í fyrra að aðstoða við þjálfun írakskra öryggissveita og jafnvel er talið að mannránið sé hefnd uppreisnarmanna fyrir það tilboð, þótt það hafi þegar verið dregið til baka.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×