Sport

Birgir Leifur í 11. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er jafn í 11. sæti ásamt Walesbúanum Kyron Sullivan á 2  höggum undur pari fyrir lokahringinn á St.Omer golfmótinu í Frakklandi. Allir kylfingar hafa nú lokið leik í dag og því ljóst að Birgir er í seilingafjarlægð við efsta sætið fyrir lokahringinn. Birgir sem lauk þriðja hring í dag á fugli er á samtals 3 höggum undir pari að loknum 3 hringjum og hann er aðeins 3 höggum á eftir efstu mönnum. Birgir lék á samtals á 69 höggum í dag og var tveimur höggum undir pari vallarins og er samtals á 211 höggum, tveimur undir pari. Lokahringurinn verður leikinn á morgun sunnudag. Birgir Leifur fékk fimm fugla, þrjá skolla og tíu pör í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×