Sport

Þremur höggum á eftir efstu mönnum

Birgir Leifur Hafþórsson endaði þriðja hring sinn með fugli á St.Omer mótinu í Frakklandi í dag. Hann lék samtals á 69 höggum og var tveimur höggum undir pari vallarins og er samtals á 211 höggum, tveimur undir pari. Hann er í 10.-14. sæti og er aðeins þremur höggum á eftir efstu mönnum mótsins, Carl Sunesen frá Svíþjóð og James Heath. Staða Birgis Leifs gæti breyst því fjölmargir eiga eftir að ljúka leik í dag. Lokahringurinn verður leikinn á morgun. Birgir Leifur fékk fimm fugla, þrjá skolla og tíu pör í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×