Sport

Frábær árangur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson er sem stendur í 3.-5. sæti á St. Omer mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann hefur leikið frábærlega í morgun og er fjórum höggum undir pari eftir tíu holur. Hann fékk fugl á fjórðu, sjöundu, áttundu og tíundu holu og er aðeins tveimur höggum á eftir efsta manni mótsins, Englendingnum James Heath, en hann er samtals á sex höggum undir pari vallarsins. Birgir Leifur lék á 74 höggum í gær og var fyrir hringinn í dag í 19. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GKJ, lék fyrsta hringinn á Opna velska áhugamannamótinu í gær á 66 höggum eða á þremur höggum undir pari vallarins. Heiðar Davíð vann þetta mót í fyrra og byrjar einstaklega vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×