Sport

Ragnhildur vann í Eyjum

Ragnhildur Sigurðardóttir kylfingur úr GR vann í dag sigur í kvennaflokki á Carslbergmótinu í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum. Samtals lék Ragnhildur á 6 höggum yfir pari vallarins en lokahringinn fór hún á einu höggi undir pari eða 69 höggum. Hún var aðeins einu höggi frá vallarmetinu sem er 68 högg. Önnur varð Anna Lísa Jóhannsdóttir líka úr GR, á 14 höggum yfir pari. Tinna Jóhannsdóttir úr GK varð þriðja á 19 höggum yfir pari og Þórdís Geirsdóttir einnig úr GK varð fjórða á 23 höggum yfir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×