Sport

Heiðar Davíð efstur í Eyjum

Keppni á Toyota-mótaröðinni í golfi hófst í Vestmannaeyjum klukkan sjö í morgun. Heiðar Davíð Bragason úr GKJ hefur leikið vel og var á fjórum höggum undir pari eftir níu holur. Sigurpáll Geir Sveinsson, félagi Heiðars, Gunnar Þór Gunnarsson GKG og Pétur Óskar Sigurðsson úr GR eru á einu undir pari. Gamla kempan Þorsteinn Hallgrímsson frá Vestmannaeyjum var á pari eftir níu holur. Leiknar verða 54 holur á mótinu eða þrír hringir, en kylfingarnir klára 36 holur í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×