Sport

Miami-Detroit í beinni í kvöld

Fimmti leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan tólf á miðnætti. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 og því má gera ráð fyrir hörkuleik í kvöld, þegar bestu lið austurdeildarinnar keppa um að tryggja sér sæti í úrslitunum gegn San Antonio Spurs. Detroit Pistons unnu sannfærandi sigur fjórða leiknum á heimavelli sínum en í kvöld verður leikið í Miami. Þeir Dwayne Wade og Shaquille O´Neal verða eflaust í miklum ham fyrir framan áhorfendur sína í Miami, því þeir áttu báðir nokkuð erfitt uppdráttar í síðasta leik og þá sérstaklega O´Neal, sem skoraði aðeins 12 stig og var í villuvandræðum allann tímann. Sýn mun verða með útsendingar frá þeim leikjum sem eftir eru í þessu einvígi og næsti leikur liðanna, sem er á laugardagskvöld, verður sýndur strax eftir að útsendingu frá hnefaleikum lýkur aðfaranótt sunnudags. Lokaúrslitin munu einnig verða í beinni útsendingu á Sýn og sýningartímar, sem og upplýsingar og tölfræði úr leikjunum verður hægt að nálgast hér á Vísi.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×