Sport

Leonard sigraði naumlega

Justin Leonard sigraði á St. Jude Classic mótinu í Memphis í Tennessee um helgina. Leonard hafði átta högga forystu fyrir lokahringinn og hafði næstum klúðrað sigrinum. David Toms lék mjög vel í gær, fór völlinn á sjö höggum undir pari og varð í öðru sæti, höggi á eftir Leonard. Fred Funk varð í þriðja sæti. Argentínumaðurinn Angel Cabrera sigraði á BMW-mótinu í golfi sem lauk á Wentworth-vellinum í Englandi í gær. Þetta var fyrsti sigur hans í Evrópsku mótaröðinni í þrjú ár. Cabrera varð tveimur höggum á undan Íranum Paul McGinley og fjórum á undan Ástralanum Nick O´Hern.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×