Innlent

Vilja að R-listinn starfi áfram

Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Félagar í Vinstri grænum í Reykjavík komu saman til fundar í gær þar sem fjallað var um borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Fundurinn samþykkti að veita stjórn félagsins áframhaldandi umboð til könnunarviðræðna við félagaflokkana í Reykjavíkurlistanum vegna kosninganna. Vinstri grænir telja mikilvægt að hér eftir sem hingað til byggist sameiginlegt framboð á jafnræði milli flokkanna og virðingu fyrir grundvarllarsjónarmiðum þeirra og starfsaðferðum. Á fundi sínum í gær fjölluðu Vinstri grænir einnig um orkunýtingu framtíðarinnar. Þar sameinuðust allir fundarmenn um að harma afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar, Framsóknarflokki og stjórnarfomanns Orkuveitu Reykjavíkur, til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Minnt er á að orkustefnunefnd borgarinnar, sem skipuð var í upphafi kjörtímabilsins, hafi skilað tillögum þar sem meðal annars sé gert ráð fyrir að Orkuveita Reykjavíkur sinni fyrst og fremst almenningsmarkaði og taki ekki þátt í orkuöflun fyrir stóriðju, nema þá í sérstöku félagi þannig að áhætta vegna slíkrar starfsemi lendi ekki á almennum notendum. Orkuveitan og Reykjavíkurborg beri að fylgja þeirri stefnumörkun. Vinstri grænir segja löngu tímabært að taka orku- og umhverfismál nýjum tökum og kasta einhæfum græðgis- og eyðingarsjónarmiðum fyrir róða.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×