Innlent

Ný forystusveit í Samfylkingunni

Nánast algerlega ný forystusveit tekur nú við stjórnartaumunum í Samfylkingunni eftir úrslit kosninga á landsfundi flokksins í gær. Auk nýs formanns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og nýs varaformanns, Ágústs Ólafs Ágústssonar, var Ari Skúlason kjörinn gjaldkeri. Þá var Helena Karlsdóttir kosin í embætti ritara og vann þar með sigur á mótframbjóðendum sínum, Stefáni Jóni Hafstein og Valgerði Bjarnadóttur. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði var kjörinn nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Ingibjörg Sólrún verður gestur í Silfri Egils á Stöð 2 sem hefst klukkan tólf á hádegi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×