Sport

Tvær frá Everton til ÍBV

Kvennalið ÍBV í Landsbankadeildinni sem vann 12-2 sigur á ÍA í fyrstu umferð hefur fengið til sín tvær 17 ára stelpur frá enska liðinu Everton. Þetta eru markvörðurinn Danielle Hill og miðjuleikmaðurinn Chantell Parry en kvennalið Everton er mjög sterkt og með því leika m.a. Sammy Britton og Rachel Brown, landsliðsmarkvörður Englands, sem báðar hafa leikið með ÍBV. Olga Færseth verður ekkert með í sumar og því er koma Parry sérstaklega mikilvæg fyrir sóknarleik liðsins í sumar. Daniela og Chantell hafa báðar leikið landsleiki með yngri landsliðum Englands og spiluðu t.d. báðar með U-19 ára liðinu sem vann sér sæti í UEFA Championship-úrslitakeppninni en hún fer fram dagana 20.-31. júlí í sumar. Parry þykir líka vera ein af efnilegustu leikmönnum Englands en á heimasíðu Everton má finna ummæli eftir þjálfara Everton þar sem hann segir að hún sé gríðarlega hæfileikarík, dugleg og fylgin sér og hann sjái hana sem stórstjörnu í kvennaboltanum í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×