Innlent

10 þúsund undirskriftir komnar

Yfir tíu þúsund undirskriftir hafa nú safnast í undirskriftasöfnun Blátt áfram þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Blátt áfram er forvarnarverkefni Ungmennafélags Íslands og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Undirskriftirnar verða afhentar Bjarna Benediktssyni, formanni allsherjarnefndar, á næsta fundi nefndarinnar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×