Innlent

Dregið úr umsóknum í dag

Dregið verður úr umsóknum um 30 einbýlishúsalóðir við Lambasel í Breiðholti fyrir luktum dyrum hjá Sýslumanninum í Reykjavík klukkan fjögur í dag og fá umsækjendur og fjölmiðlar ekki að fylgjast með útdrættinum. Alls bárust 5700 umsóknir og verður dregið um þrjátíu vinningshafa og tuttugu til vara, ef einhver þeirra heltist úr lestinni, t.d. ef hann hefur ekki nægilega gott greiðslumat. Stefnt er að því að birta nöfn þeirra sem fengu lóðir á vef framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í kvöld eða fyrramálið.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×