Leikjavísir

Halo 2

Stærsti leikurinn sem hefur komið á Xbox leikjavélina var lengi vel Halo. Engin annar leikur hefur náð sömu hæðum og hann fyrr en nú. Halo 2 tekur við forystuhlutverkinu frá forvera sínum með nýjungum og viðbótum fyrir seríuna. Master Chief mætir aftur í sögufléttuna eftir að hafa eyðilagt risastóran dularfullan hring í útgeimi sem var í rauninni ofurvopn. Illu geimverurnar í Covenant eru nú á leið til jarðarinnar og þarf Master Chief að bjarga heimaplánetunni sinni frá innrás þeirra. Umgjörð Söguþráður Halo heldur áfram í Halo 2 þar sem kafað er dýpra í merkingu hringsins og tengsl hans við The Covenant. Ég mun ekki fara í smáatriði söguþræðisins og eyðileggja fléttuna fyrir spilurum. Í rauninni er leikurinn spilaður frá sjónarhornum tveggja karaktera í leiknum úr sitt hvoru liðinu. Sagan tvinnast saman og skýrist æ betur þegar líður á leikin enda er söguþráðurinn keyrður áfram með leiknum atriðum milli verkefna og einnig er hægt að fræðast meira með því að hlusta vel á öll þau samtöl sem eiga sér stað í leiknum. Spilun Master Chief hefur fengið nýjan bardagabúning sem hleður sig upp á mun skemmri tíma og hefur nýjan sjónauka í farteskinu sem nýtis vel. Kappinn getur núna haldið á tveim vopnum í einu og er það frábær viðbót fyrir Master Chief. Vopnin þurfa ekki endilega vera sama tegund til að nýta þessa nýjung. Á meðan Master Chief hleður annað vopnið getur hann dúndrað á óvini með hinu vopninu og þannig haldið í sér líftórunni. Að sjálfsögðu er hægt að nota farartækin í leiknum og hafa þau verið tekin í gegn. Stjórnun þeirra er betri og vopnaþungi öflugari. Það er mikill hasar í leiknum og mikið af óvinum inni á skjánum í einu. Gerfigreindin er frábær, óvinir jafnt sem vinir vinna saman í orustum og það gerir gæfumunin á örlagastundu. Grafík og hljóð Umhverfi leiksins er til fyrirmyndar með stórum miklum heimum sem eru mjög sjónrænir og gefa leiknum mikið vægi. Hljóðvinnsla er einnig vel úr hendi leist með sérhönnuðum hljóðbönkum fyrir öll umhverfishljóð, vopnahljóð og allt annað sem við kemur sándinu. Tónlistin er með epískum undirtón, glymjandi gítarsólóum og rokki sem virkar ágætlega fyrir hasarinn. Mestja sjokkið við Halo 2 er hversu stuttur hann er. Auk þess magnast sjokkið við því hvernig leikurinn endar. Ekki vill ég uppljóstra hvernig hvernig fer en allavega gekk ég frá tölvunni furðu lostinn. Þó svo það tók mig smá tíma að jafna mig þá komst ég að þeirri niðurstöðu að leikurinn skilar sínu hlutverki. Það má ekki gleyma fjöldaspilunarmöguleikanum sem ekki verður farið í hérna. Bungie hafa sýnt það með Halo 2 að þeir kunna sitt fag með prýði og Xbox eigendur geta verið afar sáttir með sitt fólk. Niðurstaða: Ofurhasar á jörðu sem í geimi. Master Chief kemur sterkur inn í áframhaldandi sögu á epískum mælikvarða um fyrirbærið Halo. Skemmtilegar nýjungar dæla nýju lífi í seríuna sem er ein sú vinsælasta í dag. Frábær leikur sem hefði mátt vera lengri. Vélbúnaður:     Xbox Framleiðandi:  Bungie Útgefandi:       Microsoft Vefsíða:          http://www.halo2.com/  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×