Sport

Chelsea sagði satt

Nú hafa komið fram ný gögn frá Knattspyrnusambandi Evrópu sem sýna að Chelsea hafði rétt fyrir sér eftir allt, þegar þeir héldu því fram að Frank Rijkaard hefði rætt við Anders Frisk í hálfleik á leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum. Frisk hefur viðurkennt að Rijkaard hafi talað við sig tvisvar, í síðara skiptið þegar hann gekk til búningsherbergis síns í hálfleik, eins og starfsmenn Chelsea vildu meina að hann hefði gert og voru kallaðir lygarar fyrir vikið. Rijkaard mun hafa reynt að tala um atriði í leiknum við Frisk dómara, en hann neitaði að ræða við knattspyrnustjórann og vísaði honum frá. Knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ekki verði um frekari aðgerðir í málinu, en þessi tíðindi verða þó að teljast Chelsea í hag og milda nokkuð þann harða stimpil sem félagið fékk á sig eftir að niðurstaða lá fyrir í málinu. Nú er bara að bíða og sjá hvernig Chelsea bregst við tíðindunum og gaman verður að heyra hvað Jose Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins hefur að segja um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×