Sport

Bæjarar lofa átökum

Uli Hoeness, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern Munchen, lofar sýningu á síðari leik liðsins við Chelsea í Meistaradeildinni. "Leikvangurinn á eftir að nötra í seinni leiknum. Við þurfum að skora tvö mörk og við ætlum okkur það. Við munum sækja á þá þangað til það tekst og ég er sannfærður um að liðið hefur það sem til þarf," sagði Hoeness. Oliver Kahn, markvörður Bayern, hefur einnig fulla trú á möguleikum sinna manna. "Við verðum að verjast löngu sendingum þeirra betur, sérstaklega hvað Didier Drogba varðar, en ég held að við eigum ágætis möguleika á að sigra þá, finnst við náðum að skora annað markið á Stamford Bridge," sagði Kahn. "Þegar maður er með dómarann á móti sér allan leikinn, hefur það óneitanlega áhrif á sjálfstraustið í liðinu. Þeir flautuðu alltaf á okkur þegar Chelsea gaf háar sendingar fram á völlinn. Ég hef hinsvegar fulla trú á liðinu í síðari leiknum og held að við getum alveg náð að fara áfram," sagði Felix Magath, þjálfari Bayern.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×