Viðskipti innlent

17 þúsund íbúðir til 2024

Hátt í 17 þúsund íbúðir verða byggðar í Reykjavík á árunum 2001-2024. Stærstu hverfin verða í landi Úlfarsfells þar sem 2.000 íbúðir verða byggðar, í Gufunesi þar sem 3.000 íbúðir verða byggðar og á þéttingasvæði vestan Elliðaáa. Byggðin verður í Grafarholti, Úlfarsfelli (Hallar/Hamrahlíð, Úlfarsárdalur, Úlfarsárdalur), Norðlingaholti, Geldinganesi-austur, Gufunesi, Elliðaárvogi I, Elliðaárvogi II, að Keldum (miðsvæði), á þéttingarsvæði austan Elliðaáa og þéttingasvæði austan Elliðaáa, á landfyllingu við Ánanaust, í Vatnsmýri I - Skerjafirði, Vatnsmýri III - Litla Skerjafirði, Vatnsmýri IV, Álfsnesi og í Grundarhverfi. Uppbygging átti sér stað í Grafarholti og í Grundarhverfi á árunum 2001-2004. Uppbygging á sér stað á næstu árum í landi Úlfarsfells, Elliðaárvogi og Norðlingaholts og Vatnsmýri I - Skerjafirði undir 2008. Á flestum öðrum svæðum mun uppbygging eiga sér stað frá 2010-2016 eða 2012-2024.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×