Sport

Komu óorði á knattspyrnuna

Knattspyrnusamband Evrópu hefur kúvent í afstöðu til Chelsea og ákveðið að ákæra Jose Mourinho, stjóra félagsins, Steven Clarke aðstoðarstjóra og Les Miles, yfirmann öryggismála hjá Chelsea, fyrir að koma „óorði á knattspyrnuna“, eins og það er orðað. Ákæran kemur í kjölfar þess að Anders Frisk, dómari frá Svíþjóð, ákvað að hætta eftir morðhótanir frá stuðningsmönnum Chelsea en Frisk stóð í ströngu í leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni þar sem Mourinho sakaði hann m.a. um að hitta Frank Rijkaard, stjóra Chelsea, að máli í hálfleik. Ákæran er birt á heimasíðu Knattspyrnusambansins Evrópu í dag og þar segir m.a. að fullyrðingar Chelsea séu rangar og Chelsea hafi leyft „starfsfólki félagsins að eitra andrúmsloftið á meðal liðanna og sett pressu á dómara leiksins.“ Knattspyrnusamband Evrópu þykir taka mjög sterkt til orða og er búist við að Chelsea fái þunga peningasekt og Mourinho og Clarke fái leikbann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×