Sport

Pizarro vill ekki mæta Chelsea

Landsliðsmaður Perú og framherji Bayern Munchen, Claudio Pizarro, sagði í dag að hann vildi ekki mæta Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en dregið verður á föstudaginn eftir viku. "Mér er nokkuð sama á móti hverjum við drögumst, en ég myndi helst vilja sleppa því að mæta Chelsea, allavega ekki mæta þeim strax. Ég vil mæta þeim síðar í keppninni," sagði Pizarro. Leikmenn Arsenal hafa verið gagnrýnir harðlega fyrir árangur sinn í Meistaradeildinni í ár, en Pizarro hrósaði þeim þó og sagði þá virkilega erfiða andstæðinga. "Að spila gegn Arsenal var mjög, mjög erfitt. Þeir eru eitt af þessum liðum sem spila fótbolta virkilega vel. Við reyndum að halda boltanum eins mikið frá þeim og við gátum því við vildum ekki leyfa varnamönnum þeirra að gefa stúkusendingar á framherjana. Ég er mjög stoltur yfir því að vera á meðal átta bestu liða í Evrópu í dag, sérstaklega þar sem margir höfðu ekki mikla trú á okkur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×