Sport

Henry afsalar sér ábyrgð

Franski snillingurinn Thierry Henry hefur gefið það út að það séu fleiri menn en hann í Arsenal liðinu og að hann verði ekki einn dreginn til ábyrgðar ef illa fer gegn Leverkusen í kvöld. "Ég veit að í hvert sinn sem við spilum er krafa á mig að skora mark til að hjálpa okkur að vinna leiki.  Ég get þó ekki axlað alla ábyrgðina einn.  Mér finnst fólk gjarnan taka óánægju sína út á mér ef við töpum og mér finnst það ekki sanngjarnt", sagði Frakkinn. Henry segist vita að ef Arsenal nær ekki að leggja Bayern í kvöld, bíður þeirra lítið annað en baráttan um annað sætið á Englandi og það þykir meisturunum ekki áhugavert verkefni. "Meistaradeildarsigur er það eina sem mig vantar í verðlaunasafnið mitt og því er ég orðinn leiður á að detta svona snemma út úr keppninni ár eftir ár", sagði Henry, sem hefur fulla trú á að lið sitt geti komist áfram í keppninni, en hann fær Dennis Bergkamp aftur inn í framlínuna við hlið sér í kvöld. "Við þurfum að gera það við Munchen sem þeir gerðu við okkur í fyrri leiknum", sagði Henry að lokum".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×