Innlent

200 námsmannaíbúðir í Grafarholti

Borgarráð samþykkti í dag að úthluta Byggingafélagi námsmanna lóðum undir allt að 200 námsmannaíbúðir við Klausturstíg og Kapellustíg í Grafarholti. Í fréttatilkynningu frá aðstoðarmanni borgarstjóra kemur fram að framkvæmdir við þessar íbúðir hefjist fljótlega. Félagsstofnun stúdenta hefur einnig verið úthlutað 46 íbúðum við Lindargötu en í tilkynningunni segir að þar sé gert ráð fyrir 100 stúdentaíbúðum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×