Innlent

Febrúar var óvenju snjóléttur

"Óvenju snjólétt var á landinu og sérstaklega um norðanvert landið," segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veður í febrúar. Hann nefnir sem dæmi um þetta að aðeins hafi orðið alhvítt á Akureyri þrjá daga í mánuðinum og snjódýpt mest mælst fimm sentimetrar. Meðalhitinn á Akureyri var 2,3 stigum yfir meðallagi og 1,1 stigi yfir meðallagi í Reykjavík. Úrkoma mældist 105 millimetrar í Reykjavík, það er 46 prósentum yfir meðallagi en á Akureyri var úrkoma aðeins fjórðungur meðaltalsúrkomu í febrúar og hefur ekki verið minni frá 1986.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×