Innlent

Hellisheiðin lokuð

Innanlandsflug hjá bæði Íslandsflugi og Landsflugi liggur niðri vegna vonskuveðurs. Það hefst í fyrsta lagi klukkan ellefu þegar athugað verður með möguleika á flugi á nýjan leik. Kolvitlaust veður er nú á Hellisheiði og hefur henni verið lokað. Umferðin rétt mjakast áfram og nokkrir bílar hafa farið út af vegum. Engin slys hafa þó orðið. Hjálparsveit skáta í Hveragerði vinnur nú við að aðstoða ökumenn sem komast hvorki lönd né strönd. Á Reykjanesbrautinni er einnig mjög blint og er þeim tilmælum beint til ökumanna að aka varlega þar. Víðar á Suður- og Vesturlandi er einnig skafrenningur og mikill éljagangur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×