Innlent

Austurland skelfur

Jarðskjálfta varð vart á Austurlandi í gærkvöldi. Samkvæmt Veðurstofunni voru upptök hans um 200 kílómetra austan af landinu. Skjálftinn hafi minnst verið 5,2 á Richter. Pétur Sveinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Eskifirði, segir fólk á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og allt að Vopafirði hafi fundið fyrir honum. Honum hafi fundist rétt eins og trukkur færi í gegnum húsið. Jarðskjálfti hafi ekki fundist síðan Kópaskersskjálftinn varð 1976.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×