Sport

Ísland í fyrsta styrkleikaflokki

Íslenska landsliðið í handbolta verður í fyrsta styrkleikaflokki ásamt Tékkum, Spánverjum, Frökkum, Grikkjum, Norðmönnum, Serbum og Svartfellingum og Svíum þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í byrjun næsta árs. Þar með ljóst að íslenska liðið sleppur við að spila gegn þessum sjö sterku þjóðum sem eru með íslenska liðinu í fyrsta styrkleikaflokki. Íslenska liðið gæti þó lent á móti hinu geysisterka liði Ungverja sem er í öðrum styrkleikaflokki eða Pólverjum sem eru í þriðja styrkleikaflokki. Dregið verður í umspilsleikina í höfuðstöðvum handknattleikssambands Evrópu í Vín í Austurríki 22. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða í leikjunum sem fara fram í júní. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að vissulega væri það gott að vera í fyrsta styrkleikaflokki. "Möguleikarnir að við lendum á móti mjög öflugum þjóðum eru hverfandi og það skiptir auðvitað gríðarlegu miklu máli fyrir íslenskan handbolta að komast á öll stórmót. Það er skýrt í afreksstefnu HSÍ varðandi karlalandsliðið að stefnan er að komast inn á öll stórmót. Við höfum fengið alvarlegar viðvaranir á undanförnum mótum og við verðum að bregðast við hratt og fljótt," sagði Einar. Hann sagði aðspurður að árangur íslenska liðsins í Túnis væri á einhvern hátt vonbrigði en vildi þó ekki meina að niðurstaðan væri stórslys. "Menn verða að skoða aðstæður eins og þær eru. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í liðinu og það var mjótt á mununum gegn liðunum sem fóru upp úr riðlinum. Hins vegar er ljóst að ég hefði viljað sjá íslenska liðið á meðal tólf efstu liðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×