Sport

Sjö marka tap gegn Rússum

Íslendingar töpuðu fyrir Rússum, 29-22, í leik liðanna sem var að ljúka á heimsmeistaramótinu í handbolta í Túnis. Staðan var jöfn, 12-12, í hálfleik og Rússar sigu svo fram úr eftir því sem á leið seinni hálfleik. Íslenska liðið byrjaði afleitlega og komust Rússar í 5-0 áður en okkar menn náðu að svara fyrir sig. Gera þurfti hlé á leiknum í um tíu mínútur í fyrri hálfleik til að þurrka upp einhvers konar olíu af vellinum sem íslensku strákarnir höfðu runnið endurtekið í.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×