Innlent

Grafið undan embætti umboðsmanns

"Dómsmálaráðherra hefur kallað Umboðsmann Alþingis "álitsgjafa", "mann úti í bæ" og niðurstöður hans "lögfræðilegar vangaveltur" og "fræðilegar vangaveltur"," segir Ágúst Ólafur. "Eins og kemur fram í skýrslunni hefur umboðsmaður neyðst til þess að setja sér skriflegar samskiptareglur gagnvart stjórnvöldum í kjölfar reiðisímtals þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Það er alveg sambærilegt og ef menn væru að hringja í dómara. Auðvitað ætti umboðsmaður Alþingis ekki að þurfa að setja sér skriflegar samskiptareglur við stjórnvöld en ef menn beita sínu áhrifavaldi svona neyðumst við til að fara í þennan farveg," segir Ágúst Ólafur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×