Innlent

Utanríkismálanefnd má birta gögnin

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að utanríkismálanefnd mætti sín vegna birta það sem henni sýndist um umræður um aðdraganda stríðsins í Írak. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, skoraði á Halldór að hreinsa loftið með því að aflétta trúnaði af eigin ummælum í fundargerðum nefndarinnar. Halldór sagði það undir nefndinni komið og að ástæða væri til að rannsaka hvernig trúnaðargögn frá fundum nefndarinnar hefðu borist fjölmiðlum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×