Innlent

Vorið lofar ekki góðu

"Það er engin sérstök hjátrú um veðrið á bóndadeginum sjálfum en það er sagt að ef þorrinn er þurr og góa vindasöm þá mun vorið verða gott," segir Aðalheiður Hallgrímsdóttir hjá veðurklúbbnum í Dalbæ á Dalvík. "Það er meira að segja til vísa um hjátrúna sem hljómar eitthvað á þessa leið: Þurr skyldi þorri, þeysin góa og votur einmánuður.  Þá mun vel vora. En við spáum ekki þurrum þorra og við höldum að það verði áfram umhleypingar. Það er víst spáð vetri fram í apríl," segir Aðalheiður


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×