Innlent

Spyr um trúnaðarstörf sendiherra

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, leggur fram fyrirspurn til utanríkisráðherra á Alþingi, þegar þing kemur saman að nýju eftir jólaleyfi, um trúnaðarstörf sendiherra fyrir stjórnmálaflokka. Hann segir að tilefni fyrirspurnarinnar sé nýleg skipan Þorsteins Pálssonar, sendiherra Íslands í Danmörku, sem fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í opinbera nefnd á vegum forsætisráðherra. Þingmaðurinn væntir svars fljótlega eftir að þing kemur saman á ný í lok mánaðarins. Mörður krefst svara við því hvaða núverandi sendiherrar gegni trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokka, og er þá til dæmis átt við opinber nefndarstörf á vegum flokkanna og launaðan erindrekstur á þeirra vegum. Hann spyr einnig hvaða fordæmi séu frá lýðveldisstofnun um það að sendiherrar gegni slíkum trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokka. Mörður bendir á að samkvæmt lögum um utanríkisþjónustuna eru starfsmönnum hennar óheimil önnur störf ,,nema sérstaklega standi á og samþykki utanríkisráðherra komi til.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×