Sport

Kíl endurheimti efsta sætið

Kíl endurheimti efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi þegar liðið sigraði Groswallstadt á útivelli, 30-26. Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Groswallstadt og Snorri Steinn Guðjónsson eitt. Arnór Atlason fékk að spreyta sig hjá Magdeburg og skoraði tvö mörk þegar liðið sigraði Hamborg, 37-29. Lemgo burstaði Minden, 31-20. Logi Geirsson skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo. Einar Örn Jónsson komst ekki á blað þegar Wallau Masenheim tapaði á heimavelli fyrir Gopingen, 33-23. Jaliecky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Goppingen. Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk þegar Wilhemlshaven vann Pfullingen, 27-22. Nordhorn vann Lubekke á útivelli, 33-27, og Post Schwerin vann sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið sigraði Gummersbach, 28-27. Að loknum 16 umferðum er í Kíl í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, Flensburg í öðru sæti með 27 og síðan koma Lemgo og Magdeburg með 24 stig. Hamborg ætti að vera í þriðja sæti með 25 stig en átta stiga hafa verið dæmd af liðinu vegna fjármálaóreiðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×