Jólin

Jólamessa á netinu

Bústaðakirkja mun í samvinnu við Opin kerfi hafa beinar útsendingar úr kirkjunni á netinu um komandi jól og áramót til að koma til móts við óskir þúsundir Íslendinga sem eru erlendis á jólunum. Útsendingin verður í gegnum slóðina www.kirkja.is. Þeir sem standa að útsendingunum telja það mikilvægt að ættingjar og ástvinir Íslendinga í útlöndum komi þessum upplýsingum á framfæri og gefi upp slóðina þar sem hægt verður að sjá og heyra íslensku guðsþjónusturnar. Á síðasta ári voru heimsóknir á slóðina www.kirkja.is, í hundraðavís en nú hefur tæknin verið endurbætt og gæði útsendingarinnar eru orðin betri.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×