Sport

Tókst ekki að saxa á forskotið

Espanyol mistókst að saxa á forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið gerði aðeins markalaust jafntefli við botnlið Numancia en endurheimti þó 2. sæti deildarinnar með stiginu. Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Valencia í gærkvöldi og því hefði Espanyol getað minnkað bilið í 7 stig með sigri.  Real Madrid misnotaði hins vegar ekki sitt tækifæri á laugardagskvöld og sigraði Racing Santander 2-3 á útivelli þar sem David Beckham var tekinn úr liðinu því hann þykir víst ekki í nógu góðu formi þessa dagana. Michael Owen, Raul og Zinedan Zidane skoruðu mörk Real Madrid. Barcelona er með 9 stiga forskot á toppnum með 39 stig, Espanyol kemur næst með 30 stig, Real Madrid í þriðja með 29 stig eins og Valencia sem er í fjórða sæti. Úrslit dagsins Mallorca 1 - 2 Osasuna  Numancia 0 - 0 Espanyol  Real Sociedad 1 - 1 Getafe  Real Zaragoza 0 - 2 Athletic Bilbao  Villarreal 3 - 0 Málaga Laugardagur Levante 1 - 1 Albacete Racing Santander 2 - 3 Real Madrid Barcelona 1 - 1 Valencia   Í kvöld fara svo fram 2 leikir. Sevilla - Betis Sevilla  Atlético Madrid  -  Deportivo La Coruña



Fleiri fréttir

Sjá meira


×