Sport

Þórsarar í úrvalsdeildina

Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í handbolta karla í dag þrátt fyrir að hafa tapað fyrir HK í dag í lokaumferð Norður riðils DHL deildarinnar, 26:32. Norðanmenn hafna í 4. sæti því Fram sem barðist við Þór um fjórða og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrvalsdeildinni tapaði fyrir FH á heimavelli í dag, 31:32. Ekki munaði miklu að örlög Framara enduðu önnur því þeir leiddu í hálfleik með 5 marka mun, 17:12 en glöpruðu forystunni í síðari hálfleik. Kl. 16:15 hófst leikur Aftureldingar og KA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×