Sport

Naumir sigrar í handboltanum

Spennan er heldur betur farin að magnast í DHL deildinni í handbolta karla en þrír leikir fóru fram í Suður riðli í kvöld og lauk þeim öllum með naumum sigrum sigurliðanna. Topplið ÍR tapaði óvænt á heimavelli fyrir Gróttu/KR, 27-29 en heldur engu að síður toppsætinu þar sem Valur sem er í 2. sæti tapaði einnig sínum leik, með eins marks mun gegn ÍBV í Eyjum, 24-23. Að lokum tapaði Selfoss naumlega á heimavelli fyrir Víkingi, 23-24.ÍR er enn efst með 18 stig eftir 11 leiki, Valur í 2. sæti með 16 stig, ÍBV í 3. sæti með 15 stig eftir 12 leiki og Víkingur í 4. sæti með 14 stig. Þar með er ljóst að þessi fjögur lið eru komin í úrvaldeildina því ekkert hinna liðanna í riðlinum getur lengur náð þeim að stigum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×