Erlent

Bush fer mun betur af stað

Ef litið er hvort tveggja til þeirra ríkja þar sem George W. Bush hefur verið spáð sigri og þeirra þar sem hann leiðir samkvæmt útgönguspám er hann kominn með 87 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að tryggja sér sigur. Kerry er spáð sigri í einu ríki og leiðir í öðru, og fengi samkvæmt því sjö kjörmenn. Lítið þarf þó að gerast til að þetta breytist.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×