Erlent

Banna hjónabönd samkynhneigðra

Víst þykir að kjósendur í Kentucky og Ohio hafi samþykkt stjórnarskrárbann við hjónaböndum samkynhneigðra einstaklinga. Slíkar tillögur liggja fyrir í ellefu ríkjum og gefa skoðanakannanir til kynna að þær verði alls staðar samþykktar. Bannið var samþykkt með miklum mun í Ohio og kann það að gefa til kynna að Kerry eigi erfitt uppdráttar þar. John Kerry er andvígur stjórnarskrárbanni við hjónaböndum samkynhneigðra en George W. Bush er fylgjandi því. Gefi samþykktin í Ohio eitthvað til kynna um úrslit forsetakosninganna í ríkinu er því líklegra að sigurinn falli Bush í vil, það er þó óljóst nú. Stjórnarskrárbann lagt til í þessum ríkjum: Arkansas Georgía Kentucky Michigan Mississippi Montana Norður-Dakóta Ohio Oklahoma Oregon Utah


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×