Erlent

Dýrasta kosningabarátta sögunnar

Stóru flokkarnir hafa slegið öll fyrri met í fjárútlátum í aðdraganda kosninganna sem fara fram á morgun. Þeir hafa þegar varið meira en fjörutíu milljörðum króna í auglýsingar einar sér og er það þrefalt hærri fjárhæð en flokkarnir notuðu til að kaupa auglýsingar í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Demókratar hafa eytt meira fé í auglýsingar en repúblikanar, rúmum sautján milljörðum gegn sextán og hálfum milljarði. Demókratar hafa eytt öllu meira þegar litið er til samtaka sem heyra hvorki undir kosningastjórn frambjóðandans né flokkinn á landsvísu. Samtök sem styðja demókrata hafa keypt auglýsingar fyrir nær tvöfalt hærri fjárhæð en samtök sem styðja repúblikana. Þessa dagana kaupa flokkarnir og frambjóðendurnir nær allar auglýsingar í tíu ríkjum þar sem skoðanakannanir sýna að mjótt er á munum og hefur ríkjunum farið fækkandi eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna. Fyrr í baráttunni keyptu demókratar auglýsingar fyrir tæpa þrjá milljarða í tíu ríkjum þar sem þeir vonuðust til að gera baráttuna spennandi en sjá nú að það fé hefur engum árangri skilað.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×