Innlent

Fjöltengi samhliða ljósleiðara

Gagnaflutningar um rafmagnslínur sem Fjöltengi Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðið upp á verða áfram í boði þrátt fyrir áherslu Orkuveitunnar á ljósleiðaravæðingu heimila í höfðuborginni. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, sagði þó viðbúið að Og Vodafone tæki við umsjón viðskiptavina Fjöltengis. Samningaviðræður um það standa yfir og bjóst hann við niðurstöðu eftir einhverjar vikur. "En ef við ljósleiðaravæðum allt á Fjöltengið sér náttúrlega litla framtíð," bætti Guðmundur þó við. "Það verður samt náttúrlega starfrækt í nokkur ár í viðbót. Tæknin er mjög skemmtileg og í stöðugri þróun. Núna erum við með á annað þúsund viðskiptavini Fjöltengis og gengur víða mjög vel," sagði hann. "Tæknin við þetta hefur þróast, rétt eins og ADSL, og til eru tilraunauppsetningar til þar sem send eru 200 megabit á sekúndu eftir rafmagnsvírunum." Guðmundur segir að einnig sé horft til möguleika sem gagnadreifing yfir rafmagnslínur felur í sér í dreifðari byggðum og lausnum tengdum innanhússdreifingu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×