Erlent

Clinton skammaði repúblikana

Repúblikanar reyna að hræða óákveðna kjósendur frá John Kerry og reyna að hræða stuðningsmenn hans frá því að kjósa, sagði Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, þegar hann kom fram á kosningafundi með Kerry í gær. Clinton hóf þar þátttöku sína í kosningabaráttunni eftir langa sjúkralegu. Kerry var jafnvel harðorðari í garð repúblikana. "Ótrúlegur vanmáttur þessa forseta og þessarar ríkisstjórnar hefur skapað hættu fyrir hermenn okkar og kallað meiri hættu yfir þjóðina en ástæða er til," sagði hann um George W. Bush Bandaríkjaforseta og stjórn hans.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×